Klifurfélag Vestfjarða

Lög Klifurfélags Vestfjarða

Gr. 1

HEITI OG MARKMIÐ

Félagið heitir Klifurfélag Vestfjarða, með heimili og varnarþing á Ísafirði.

Félagið er áhugamannafélag og er tilgangur þess að iðka klifuríþróttir, stuðla að framgangi klifuríþrótta á Vestfjörðum og auka áhuga fólks á hvers kyns klettaklifri og grjótglímu. Einnig að vekja athygli á Vestfjörðum sem álitlegu svæði til að stunda klifuríþróttir.

Félagið hyggst ná tilgangi sínum með námskeiðahaldi, keppnum og annars konar kynningarstarfsemi, auk þess sem félagið hyggst stuðla að því að félagsmönnum standi til boða fullnægjandi æfingaaðstaða, innanhúss sem utan.

Klifurfélag Vestfjarða er aðili að Héraðssambandi Vestfjarða (HSV).

 

Gr. 2

STARFSTÍMABIL OG REIKNINGSÁR

Starfstímabil félagsins miðast við aðalfund.  Reikningsár félgsins er frá 1. janúar til 31. desember.

 

Gr. 3

FÉLAGSAÐILD

Engin sérstök skilyrði eru fyrir því að ganga í félagið. Utanfélagsfólki er velkomið að sitja fundi félagsins en eru án kosningaréttar. Félagsfólk eru öll þau sem hafa óskað eftir að gerast félagar.

 

Gr. 4

STJÓRN

Stjórn félagsins skal skipuð þremur einstaklingum og tveimur til vara. Formaður félagsins (stjórnarformaður) skal kjörinn sérstaklega en stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti. Stjórn og varamenn skulu vera kjörnir til tveggja ára í senn.

Stjórn er heimilt að skipa framkvæmdastjóra fyrir félagið sem annast daglega umsjón félagsins ef þurfa þykir.

 

Gr. 5

AÐALFUNDUR

Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn árlega, eigi síðar en 15. maí.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þau sem eru í félaginu, eru 16 ára eða eldri og hafa greitt félagsgjald. Öll eru þó velkomin að sitja fundinn. Atkvæði einfalds meirihluta fundarfólks með atkvæðisrétt ráða almennt í kosningum nema þegar um lagabreytingar er að ræða en þá þarf aukinn meirihluta.

Kjörgeng í stjórn eru þau sem eru í félaginu, eru 18 ára eða eldri og hafa greitt félagsgjald.

Félagsfólk sem getur ekki verið viðstatt fundi félagsins má taka þátt í gegnum fjarfundabúnað eða önnur samskiptaforrit sem gerir því kleift að tjá sig og sýna sig í mynd. Fjarverandi félagsfólk sem þó nær að taka þátt með hjálp tækninnar, getur nýtt kosningarétt sinn.

 

Dagskrá aðalfundar:

a. Kjör fundarstjóra og fundarritara.

b. Skýrsla stjórnar.

c. Lagðir fram skoðaðir reikningar síðasta árs.


d. Lagabreytingar.

e. Kjör formanns.

f. Kjör meðstjórnenda.


g. Kjör tveggja varamanna.

h. Kjör skoðunarmanns og skoðunarmanns til vara

i. Önnur mál.

 

Boðun aðalfundar og frestir:

Boða skal til aðalfundar með minnst einnar viku fyrirvara með því að senda tilkynningu til félagsfólks í pósti eða rafrænt með tölvupósti. Fundarboð skulu einnig birt í frétt á vefsíðu félagsins: https://klifra.is/.

Lagabreytingatillögur skulu berast stjórn með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. Tilkynnt er um innsendar lagabreytingartillögur í frétt á vefsíðu félagsins. Tveimur dögum fyrir aðalfund.

Framboð til formanns skal berast sjórn með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. Viðkomandi þarf að vera í félaginu og hafa greitt félagsgjald.
 Tilkynnt er um framboð til formanns í frétt vefsíðu félagsins. Tveimur dögum fyrir aðalfund.

Framboð í stöður varamanna skulu berast stjórn með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. Viðkomandi þurfa að vera í félaginu og hafa greitt félagsgjald.
 Tilkynnt er um framboð í stöður varamanna í frétt vefsíðu félagsins. Tveimur dögum fyrir aðalfund.

Framboð í stöður skoðunarmanns og skoðunarmanns til vara mega koma fram á fundinum.
 Ef framboð koma fram fyrr verður tilkynnt um það í frétt á vefsíðu félagsins.

 

Gr. 6

LAGALEGIR FYRIRVARAR

Félagsfólk, stjórnarfólk og formaður stjórnar bera enga persónulega ábyrgð á þeim skuldbindingum sem gengist er í fyrir hönd félagsins.

 

Gr. 7

SLIT FÉLAGSINS

Félaginu verður ekki slitið nema 2/3 hluti félagsmanna samþykki það á aðalfundi, enda hafi þess verið getið í fundarboði að fyrir liggi tillaga um félagsslit. Ef til slita félagsins kemur skulu allar eignir félagsins renna til Íslenska Alpaklúbbsins (ÍSALP).

 

Gr. 8

STAÐFESTING Á LÖGUM

Lög félagsins öðlast gildi eftir að Héraðssamband Vestfjarða (HSV) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafa staðfest þau.