Klifurfélag Vestfjarða

Sportklifur

Í sportklifri er notast við línu. Annað hvort er klifrað í svokallað ofanvað  þar sem línan liggur upp í akkeri og svo niður í klifrarann, eða þá að klifrarinn er með línuna á eftir sér en festir hana reglulega við klettinn til að lágmarka fallhæð.

Sportklifursvæði á Vestfjörðum

Stærsta sporklifursvæði Vestfjarða í Norðurfirði á ströndum. Þar er nú búið að setja upp hátt í 70 leiðir, flestar þeirra boltaðar. Þónokkrar dótaklifurleiðir eru þar einnig, meðal annars leiðin “Usain Boltless” sem er eins og er sú hæst gráðaða á landinu.

Yfirlit yfir klifurleiðir í Norðurfirði má finna hér á vefsíðunni klifur.is. 

Við Ögurnes í Ísafjarðardjúpi er að finna nýtt svæði sem er tilvalið fyrir börn og byrjendur. Þar hafa verið settar upp fimm boltaðar leiðir í 6-8 metra háum klettum. Stutt er á milli bolta og allt hugsað þannig að það sé sem hentugast fyrir börn, lágvaxna og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiðsluklifri.

Til stendur að skrá þessar leiðir inn á klifur.is og verður það gert innan skamms. Yfirlit yfir leiðirnar, nöfn, gráður og fleira mun að sjálfsögðu birtast hér einnig.

Í Valþjófsdal upp af Önundarfirði er nýjasta spottklifursvæði Vestfjarða. Þar eru núna fimm boltaðar leiðir, allar í erfiðari kantinum. Kletturinn er mjög heillegur og hreinn, mjög flottur til klifurs. Stefnt er á að setja þar upp fleiri leiðir.

Þessar leiðir verða brátt skráðar inn á klifur.is og yfirlit yfir þær mun að sjálfsögðu einnig verða einnig birtast hér á þessari síðu. ÞAngað til ery hér nokkrar myndir.