Klifurfélag Vestfjarða

Um Klifurfélag Vestfjarða

Félagið er áhugamannafélag og er tilgangur þess að stuðla að framgangi klifuríþrótta á Vestfjörðum.

Efnisyfirlit

Stofnun félagsins

Klifurfélag Vestfjarða varð formlega félag haustið 2020 þegar það fékk kennitölu (661020-1800). Drifið var í að stofna félag þegar fyrirætlanir um byggingu inniklifuraðstöðu á Ísafirði stefndu í að verða loks að veruleika. Í nokkur ár á undan hafði góður hópur klifuráhugafólks hér á Ísafirði haft augun opin fyrir hentugu húsnæði og spáð í þessum málum. Loks komst skriður á.

Í lögum félagins er því vel lýst hvað vakir fyrir okkur með stofnun þess og rekstri:

“Félagið er áhugamannafélag og er tilgangur þess að stuðla að framgangi klifuríþrótta á Vestfjörðum og auka áhuga fólks á hvers kyns klettaklifri og grjótglímu og á Vestfjörðum sem álitlegu svæði til að stunda þessa iðju. Félagið hyggst ná tilgangi sínum með því að standa fyrir námskeiðahaldi, keppnum og annars konar kynningarstarfsemi, auk þess sem félagið hyggst stuðla að því að félagsmönnum standi til boða fullnægjandi æfingaaðstaða, innanhúss sem utan.”

Auk þess að byggja upp inniklifuraðstöðu mun félagið vinna að uppbyggingu klettaklifur- og grjótglímusvæða úti í náttúru Vestfjarða. Þau eru nokkur nú þegar en klárlega möguleikar á meiru.

Lög Klifurfélags Vestfjarða

 

Stjórn Klifurfélags Vestfjarða:
Björgvin Hilmarsson (formaður)
Edda María Hagalín (gjaldkeri)
Hjördís Björnsdóttir (ritari)
Vaidas Valentukevicius (varamaður)
Orla Mallon (varamaður)

Björgvin Hilmarsson (formaður)
Sigríður Sif Gylfadóttir (gjaldkeri)
Óliver Hilmarsson (ritari)
Filip Polách (varamaður)
Viðar Kristinsson (varamaður)

Klifuraðstaðan

Nú er komin í gagnið inniklifuraðstaða í gamla skátaheimilinu, Mjallargötu 4, Ísafirði. Þótt hún sé ekki stór þá er þetta byrjunin og vilji til að gera meira. Reglulegir opnunartímar eru í gangi í vetur og hægt er að fá að halda þar barnaafmæli.

Auk þess að byggja upp inniklifuraðstöðu mun félagið vinna að uppbyggingu klettaklifur- og grjótglímusvæða úti í náttúru Vestfjarða. Þau eru nokkur nú þegar en klárlega möguleikar á meiru.

Styrktaraðilar

Við viljum þakka okkar langstærsta bakhjarli í uppbyggingu inniklifuraðstöðunnar, fyrirtækinu Borea Adventures hér á Ísafirði, með snillingana Rúnar Óla og Nanný í forsvari. Þökkum líka Örnu mjólkurvörum sem hafa lagt veglega til einnig. Fleiri hafa lagt fjármagn til og er það allt mjög mikils virði. Ekki má svo gleyma Eddu Maríu Hagalín og skátafélaginu Einherjar/Valkyrjan á Ísafirði, sem hýsir klifuraðstöðuna og hafa stutt okkur vel.

Hér neðar má sjá heildarlista yfir þá sem hafa stutt uppbyggingu inniklifuraðstöðunnar.

Þess má geta að allir sem koma að starfsemi klifurfélagins, gera það í sjálfboðavinnu.

Til að byggja aðstöðuna áfram upp þarf enn meira fjármagn (öll vinna við þetta er sjálfboðastarf) og við fögnum því allri fjárhagsaðstoð. Hægt er að leggja inn á reikning Klifurfélags Vestfjarða: 0133-26-001339. Kt: 661020-1800. Allt hjálpar!

Eftirfarandi aðilar hafa styrkt uppbyggingu inniklifuraðstöðunnar með fjármagni og/eða efni:

Námskeið

Síðasta sumar voru haldin námskeið í samstarfi við HSV þar sem Hjördís Björnsdóttir var yfirleiðbeinandi. Þessi námskeið voru vel sótt og þóttu takast vel. Í vetur hafa verið námskeið fyrir 3. og 4. bekk grunnskólans.

Nokkur barnaafmæli hafa verið haldin í inniklifuraðstöðunni og fólki er velkomið að hafa samband ef áhugi er á slíku. Hér má lesa meira um barnaafmæli.

Starfsemin í vetur

Boðið er upp á opna tíma í inniklifuraðstöðunni og einhver námskeið verða í boði. Í þessari frétt má finna dagskrána sem er núna í gildi og sýnir hvenær opið er. Við viljum halda áfram að bæta aðstöðuna og erum því þakklát öllum þeim sem geta stutt við bakið á félaginu. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-001339 (Kt. 661020-1800).