Klifurfélag Vestfjarða

Aðalfundur 2025 / Annual meeting 2025

Aðalfundur 2024 / Annual meeting 2024

 

Ársreikningur 2023 / Annual account 2023 (PDF in Icelandic only)

Lög Klifurfélags Vestfjarða / Laws of the Westfjords Climbing club (In Icelandic only)

Fundargerð aðalfundar / Minutes of the annual meeting (in Icelandic only)

 

Skýrsla formanns / Club’s chairman report

[English version below]

Velkomin á aðalfund Klifurfélags Vestfjarða.

Mig langar að byrja á segja nokkur orð um félagið sjálft og tilurð þess.

Klifurfélag Vestfjarða varð formlega félag haustið 2020 þegar það fékk kennitölu (661020-1800). Drifið var í að stofna félag þegar fyrirætlanir um byggingu inniklifuraðstöðu á Ísafirði stefndu loks í að verða að veruleika. Í nokkur ár á undan hafði góður hópur klifuráhugafólks hér á Ísafirði haft augun opin fyrir hentugu húsnæði og spáð eitthvað í þessum málum en ekki mikið gerst. Loks komst skriður á.

Nauðsynlegt var að stofna félag og fá kennitölu til að auðvelda það að safna styrkjum og gera þetta allt saman formlegra.

Auk þess að byggja upp inniklifuraðstöðu er markmið félagsins að vinna að uppbyggingu klettaklifur- og grjótglímusvæða úti í náttúru Vestfjarða. Þau eru nokkur nú þegar en klárlega möguleikar á meiru.

Í lögum félagsins segir þetta meðal annars:

Félagið er áhugamannafélag og er tilgangur þess að iðka klifuríþróttir, stuðla að framgangi klifuríþrótta á Vestfjörðum og auka áhuga fólks á hvers kyns klettaklifri og grjótglímu. Einnig að vekja athygli á Vestfjörðum sem álitlegu svæði til að stunda klifuríþróttir.

Félagið hyggst ná tilgangi sínum með námskeiðahaldi, keppnum og annars konar kynningarstarfsemi, auk þess sem félagið hyggst stuðla að því að félagsmönnum standi til boða fullnægjandi æfingaaðstaða, innanhúss sem utan.

Tvö ný útiklifursvæði hafa verið byggð upp á Vestfjörðum síðan árið 2020. Annað við Ögurnes í Ísafjarðardjúpi sem er tilvalið fyrir börn og byrjendur. Þar hafa verið settar upp fimm boltaðar leiðir í 6-8 metra háum klettum. Stutt er á milli bolta og allt hugsað þannig að það sé sem hentugast fyrir börn, lágvaxna og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiðsluklifri. Hitt svæðið er Í Valþjófsdal í Önundarfirði. Þar eru núna fimm boltaðar leiðir, allar í erfiðari kantinum. Kletturinn er mjög heillegur og hreinn, mjög hnetugur til klifurs. Stefnt er á að setja þar upp fleiri leiðir.

Miklir möguleikar eru á að stunda grjótlglímu úti (bouldering), nokkrir mjög álitlegir staðir eru t.d. í nágrenni við Ísafjörð en einnig miklu víðar á Vestfjörðum.

Árið 2021 og fyrrihluti 2022 fóru mest í að litast um eftir hentugu húsnæði og safna styrkjum. Við Óliver Hilmarsson skoðuðum ýmsa staði, létum gera teikningar, 3D líkön og spáðum almennt heilmikið í þetta. Einn daginn litum við inn í gamla skátaheimilið og sáu að það gæti hentað. Við fengum leyfi hjá skátunum til að setja upp klifuraðstöðu í helmingi salarins.

Við hófumst handa við byggingu klifurveggjanna inni í skátaheimilinu haustið 2022, eftir að einhver peningur hafði safnast í baukinn, styrkir höfðu fengist. Vil ég sérstaklega nefna hér Borea Adventures en að öðrum ólöstuðum má segja að fyrirtækið sé allra sterkasti bakhjarl félagins, hefur styrkt það mjög mikið og meðal annars fjármagnað kaup á dýnum og flutning þeirra til landsins sem og að fjármagna segldúk á dýnur. Fleira er hægt að telja til. Meðal annarra fyrirtækja vil ég nefna Örnu mjólkurvörur, Orkubú Vestfjarða, HG, Snerpu og Vestfirska verktakar. Einnig hafa ýmsir einsaklingar lagt til hvort tveggja fjármuni og vinnu.

Þess má geta að þrjú ár í röð hefur verið reynt að fá styrk úr Uppbyggingasjóði Vestfjarða en okkur alltaf verið neitað og það á mjög hæpnum forsendum. Ef þetta sem við erum að gera er ekki uppbygging og það á einhverju sem er nýtt og kemur landshlutanum vel hvað varðar lýðheilsu og ótal margt fleira, þá veit ég ekki hvað.

En skátaheimilið var nánast orðið annað heimili okkar Ólivers á tímabili, við vorum þar flest öll kvöld að smíða haustið 2022. Hinir og þessir kíktu við og réttu hjálparhönd eða veittu andlegan stuðning. Vinna við smíði sjálfra veggjanna lauk að mestu rétt fyrir jólin 2022.

Klifurgrip fengust notuð frá Noregi, dýnurnar einnig. Þegar kom að því að setja upp gripin hafði okkur borist liðsauki, hún Hjördís Björnsdóttir hafði flutt í bæinn en hún er mikill klifrari og reyndur þjálfari og leiðasmiður úr klifurhúsinu í Reykjavík. Síðan hún flutti hefur hún starfað mikið með félaginu og þjálfað á námskeiðum. Hún kemur einmitt inn í stjórn núna.

Eftir að klifuraðstaðan var orðin nothæf fengu ýmsir að prófa þótt enn væri verið að vinna í hinu og þessu smálegu. Um óformlegar opnanir var að ræða í fyrstu. Erlendu stúdentarnir úr Háskólasetrinu voru mjög áhugasamir og svo kíkti almenningur við á opna daga sem haldnir voru í tilefni íþróttaviku Evrópu m.a. og af fleiri tilefnum. Síðan í byrjun þessa árs hafa síðan verið fastir opnir tímar fjórum sinnum í viku þar sem allir eru velkomnir. Hefur ekki verið rukkað fyrir klifrið enda viljum við fyrst um sinn bara kynna þetta sem mest og fyrir sem flestum. Hvað verður í framtíðinni þarf að koma í ljós.

Við höfum verið með starfandi það sem ég kalla “lykilhóp”, lítinn hóp fólks sem undanfarið hefur starfað innan félagsins og séð um opnanirnar, sett upp nýjar leiðir og ýmislegt fleira. Þetta er lykilhópur því hann er einmitt með lykla að klifuraðstöðunni og er að almennt mjög mikilvægur fyrir félagið á ýmsan hátt. Vil ég hér með þakka Vaidas Valentukevicius, Hjördísi Björnsdóttur, Orla Mallon, Justas Šuscickis og Łukasz Mężyk fyrir samstarfið. Ég á ekki von á öðru en að þau haldi áfram í þessu með okkur.

Í fjáröflunarskyni höfum við boðið fólki að halda upp á afmæli í klifuraðstöðunni og það verið vinsælt. Eins hafa vinahópar fengið að kíkja við, björgunarsveitirnar á svæðinu hafa verið með æfingar, krakkar úr menntaskólanum kíktu við á þemadögum og einnig hópar af börnum af Eyrarskjóli í þrjú skipti nýlega. Svo það hefur verið mikið líf í húsinu.

HSV leitaði eftir samstarfi við klifurfélagið með að koma inn með klifur á sumarnámskeið síðasta sumar. Það kom vel út og stefnt á að halda sams konar námskeið nú í sumar. Klifurnámskeið voru í vetur fyrir 3.-4. bekk Grunnskólans á Ísafirði hér í klifuraðstöðunni.

Seint á síðasta ári duttum við í lukkupottinn, fengum tækifæri til að kaupa svokallaðan Moon-æfingavegg sem var kominn til landsins en var síðan ekki settur upp þar sem til stóð. Okkur stóð því til boða að fá hann, en það hafði verið draumur okkar að koma slíkum vegg upp. Hér er um að ræða æfingakerfi, hallandi veggur (og hægt að stjórna hallanum) með klifurgripum á fyrirfram ákveðnum stöðum, eftir ákveðinni reglu („griddi“). Þannig eru allir svona veggir með eins uppröðun gripa. Þetta gerir það kleift að hægt er að nota app þar sem finna má mikinn fjölda leiða, miserfiðar, sem hinir og þessir útum allan heim dunda sér við að finna upp og hlaða inn í appið. Leið er valin og við það lýsast upp LED ljós sem eru staðsett við hvert grip. Klifrarinn sér því hvaða grip má nota þegar þessi tiltekna leið er klifruð, og hún hefur þá ákveðna erfiðleikagráðu. Hægt er að velja um tvo halla (25 eða 40 gráður) og kalla fram leiðir í appinu í samræmi við það.

Rannís veitti styrk fyrir Moon-veggnum og einnig sóttumst við eftir uppbyggingarsamningi við Ísafjarðabæ. Hann fékkst nýverið. Það er því ljóst að við náum að fullfjármagna og -klára verkefnið og þökkum við bænum að sjálfsögðu kærlega fyrir að hafa trú á okkur og klifurverkefninu í heild.

Við trúum því að með því að koma klifrinu á kortið hér á Vestfjörðum séum við að opna augu og með inniklifuraðstöðunni að bjóða upp á nýjan valkost. Ætla ekki að tíunda hér kosti klifurs en þeir eru auðvitað fjölmargir að okkar mati en það hefur sýnt sig að klifur er oft að henta börnum sem ekki finna sig í öðrum áhugamálum sem oft fá mjög mikla athygli, eins og t.d. fótbolti og aðrar hópíþróttir.

Takk fyrir mig.

Björgvin Hilmarsson

 

Club’s chairman report

Welcome to the annual meeting of the Westfjords Climbing Club.

I would like to start by saying a few words about the club itself and its origin.

The Westfjords Climbing Club (Klifurfélag Vestfjarða) officially became a club in the fall of 2020 when it received an identification number (661020-1800). It was urgent to start a formal club since it looked like plans for the build-up of an indoor climbing gym in Ísafjörður were finally really going forward. For several years before, a good group of climbing enthusiasts here in Ísafjörður had kept their eyes open for suitable places and thought about these matters quite a bit, but not much happened. Finally things moved forward.

It was necessary to establish a club and get an ID number to be able to collect grants and make everything more formal.

In addition to building indoor climbing gym, the clubs’s goal is to work on the development of outdoors rock climbing and bouldering areas in the Westfjords. There are already a few of them, but there is clearly potential for more.

The club’s laws state this, among other things:

The club is an amateur club and its purpose is to practice climbing sports, promote the progress of climbing sports in the Westfjords and increase people’s interest in all kinds of rock climbing and bouldering. Also to draw attention to the Westfjords as a good area for practicing climbing sports.

The association intends to achieve its purpose by holding seminars, competitions and other types of promotional activities, in addition to which the association intends to provide members with adequate training facilities, both indoors and outdoors.

Two new outdoor climbing areas have been established in the Westfjords since 2020. One is by Ögurnes in Ísafjarðardjúp, which is ideal for children and beginners. There we have set up five bolted routes in 6-8 meter high cliffs. There is a short distance between the bolts and everything is designed so that it is as suitable as possible for children, shorter people and those who are taking their first steps in lead climbing. The other area is in Valþjófsdalur valley in Önundarfjörður. There are now five bolted routes, all on the more difficult side. The rock is very intact and clean, very good for climbing. The plan is to set up more routes there.

There are great possibilities for bouldering outside, some very promising places are e.g. in the vicinity of Ísafjörður but also much wider in the Westfjords.

The year 2021 and the first part of 2022 were mostly spent looking for suitable housing and collecting grants. Óliver Hilmarsson and I looked at various places, had drawings made, 3D models and we in general thought about this lot and planned. One day we took a look at the old scout home and saw that it might be suitable. We got permission from the scouts to start building climbing walls  in half of the hall.

We started building the climbing walls inside the scout home in the fall of 2022, after some money had been collected, grants had been received. I would like to specifically mention Borea Adventures here, it´s OK to say that the company is the club’s biggest sponsor, has supported it a lot and, among other things, financed the purchase of the mattresses and their transport to Iceland as well as financing the mattress covering etc. Other sponsors I would like to mention is Arna, Orkubú Vestfjarða, HG, Snerpa and Vestfirskir verktakar. Various individuals have also contributed both money and work.

It is worth noting that three years in a row we have tried to get a grant from the Development Fund of the Westfjords (Uppbyggingasjóður Vestfjarða), but we have always been refused a grant and that on very dubious grounds. If what we are doing is not development and something that is new and good for the region in terms of public health and countless other things, then I don’t know what is.

The scout home almost became a second home for me and Óliver for some time, we were there almost every evening building, in the fall of 2022. Various people dropped by and lent a helping hand or provided spiritual support. Work on the construction of the walls themselves was mostly finished just before Christmas 2022.

Climbing holds we got used from Norway, the mattresses as well. When the time came to set up the holds, a new powerful partner, Hjördís Björnsdóttir, had moved to town. She is a great climber and an experienced trainer and route setter from the main climbing gym in Reykjavík (Klifurhúsið). Since she moved, she has worked a lot with the club and trained in courses. She will join the club´s board now.

After the climbing gym became usable, various people got to try it out, even though work was still being done on this and that. At first, the openings were informal. The foreign students from the University Center of the Westfjords were very enthusiastic and the public visited the open days held on the occasion of the European Sports Week for example, and others. Since the beginning of this year, there have been regular open climbing sessions four times a week where everyone is welcome. We have so far not been charging for the climbing, as for the time being we just want to promote this as much as possible and to as many people as possible. What will happen in the future remains to be seen.

We have formed what I call a “key group”, a small group of people who have recently been working within the club, taking care of the regular openings, setting up new routes and many other things. This is a key group because they have the keys to the climbing gym and are also very important to the club in various ways. I would like to thank Vaidas Valentukevicius, Hjördís Björnsdóttir, Orla Mallon, Justas Šuscickis and Łukasz Mężyk for their help and cooperation. I hope they will continue this with us.

For fundraising purposes, we have invited people to celebrate birthdays at the climbing gym and it has been popular. Groups of friends have also been able to visit, the rescue teams in the area have had training sessions, children from the high school visited on theme days and also groups of children from Eyrarskjól kindergarten, three times recently. So there has been a lot of life in the house.

HSV sought cooperation with the climbing club offering climbing to a summer course last summer. It turned out well and the plan is to hold a similar course this summer. Climbing courses were held this winter for 3.-4. class of the primary school in Ísafjörður here in the climbing gym.

Late last year we hit the jackpot, we had the opportunity to buy a so-called Moon training wall that had been brought to the country, but was then not installed where it was intended. It became available to us, but it had been our dream to build such a wall. This is an exercise system, an inclined wall (and the inclination can be controlled) with climbing equipment in predetermined places, according to a certain grid. Thus, all such walls have the same arrangement of holds. This makes it possible to use an app where you can find a large number of routes of various difficulty, that others around the world have made and uploaded into the app. A route is selected and LED lights located at each grip light up. The climber therefore sees which grip can be used when climbing this particular route, and it has a certain degree of difficulty. You can choose between two slopes (25 or 40 degrees) and call up routes in the app accordingly.

Rannís provided funding for the Moon-wall and we also applied for a development agreement with Ísafjörður town and we got that recently. It is therefore clear that we will manage to fully finance and complete the project, and of course we thank the town very much for having faith in us and the climbing project as a whole.

We believe that by putting climbing on the map here in the Westfjords, we are opening up eyes and with the indoor climbing gym we are offering something completely new. I’m not going to mention now all the advantages of climbing, but they are of course numerous in our opinion. It has been shown that climbing is often suitable for children who do not find themselves in other hobbies that often get most of the attention, such as e.g. football and other team sports.

Thank you.

Björgvin Hilmarsson