Í dag fór í loftið vefsíða Klifurfélags Vestfjarða og þetta er fyrsta fréttin. Til hamingju við öll. Vefsíðan er enn í vinnslu en nú þegar eru inni en ýmsar upplýsingar um félagið, um inniklifuraðstöðuna sem byggð hefur verið upp, um styrktaraðilia, klifur almennt og margt fleira.
Að sjálfsögðu verður lögð áhersla á að birta mikið af myndum af starfinu, klifursvæðum og öðru áhugaverðu sem tengist klifri.
Hægt er að sjá hvað verður í boði á síðunni með því að skoða undirsíður og veftré.
Á síðunni munu birtst upplýsingar um opnunartíma inniklifuraðstöðunnar, um námskeiðahald og fleira því tengt.