Aðalfundarboð
[English below]
Klifurfélag Vestfjarða heldur aðalfund sinn, mánudaginn 28. apríl nk., klukkan 17:00. Fundurinn verður í gamla skátaheimilinu, Mjallargötu 4 á Ísafirði en þar er einmitt inniklifuraðstaða félagsins.
Allir eru velkomnir á fundinn, ungir sem aldnir. Fólki býðst að ganga í félagið til að styðja við það og njóta þeirra fríðinda sem aðild fylgja.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Kjör fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla formanns.
- Lagðir fram skoðaðir reikningar síðasta árs.
- Lagabreytingar.
- Kjör formanns.
- Kjör meðstjórnenda.
- Kjör tveggja varamanna.
- Kjör skoðunarmanns og skoðunarmanns til vara
- Önnur mál.
Lög félagsins má finna hér.
Kosið er til stjórnar og formanns til tveggja ára svo ekki verður kosið í þessar stöður nema einhver segi sig úr stjórn.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Fyrir hönd Klifurfélags Vestfjarða,
Björgvin Hilmarsson
—
Annual meeting
The Westfjords Climbing Club will have it´s annual meeting next Monday, 28th of April at 17:00. The meeting will be held in the old scout house, at Mjallaragata 4, Ísafjörður where the indoor climbing gym is located.
Everyone is welcome to the meeting, young and old. People will have the opportunity to join the club and that way support it and enjoy the benefits that follow.
The schedule of the meeting:
- Election of chairperson and secretary of the meeting.
- Club’s chairman report.
- Last year’s audited accounts submitted.
- Law changes.
- Election of the club chairman.
- Election of other board members.
- Election of two substitute board members.
- Election of annual account inspector and substitute annual account inspector
- Other matters.
The laws of the club can be found here [Icelandic only].
Board members and chairman of the board/club are elected for a two year term. So this time there will not be an election for these positions unless someone decides not to continue.
We look forward to see you.
On behalf of Westfjords Climbing Club,
Björgvin Hilmarsson