Klifurfélag Vestfjarða

Klifrum!

Velkomin á vefsetur Klifurfélags Vestfjarða. Hér má finna ýmsar upplýsingar um starfsemi félagsins og markmið, um mismunandi gerðir klifurs, yfirlit yfir klifursvæði á Vestfjörðum og ýmislegt fleira.

Um félagið

Félagið er áhugamannafélag og er tilgangur þess að stuðla að framgangi klifuríþrótta á Vestfjörðum og auka áhuga fólks á hvers kyns klettaklifri og grjótglímu og á Vestfjörðum sem álitlegu svæði til að stunda þessa iðju.

Viltu klifra?

Hér finnur þú upplýsingar um mismunandi gerðir klifurs, klifursvæði og fleira.

Inniklifur

Klifurfélag Vestfjarða hefur byggt upp inniklifuraðstöðu á Ísafirði, í gamla skátaheimilinu.

Sportklifur

Línuklifur eða sportklifur eins og það er einnig kallað má stunda víðsvegar um Vestfirði.

Grjótglíma

Þú þarft bara lágmarksbúnað til að stunda grjótglímu.

Ísklifur

Vestfirðir bjóða oft upp á heimsklassa ísklifuraðstæður

Dótaklifur

Ekki það sem þú kannski heldur. Með "dóti" er átt við ákveðinn öryggisbúnað.

Hvers vegna klifur?

Klifur er holl og góð íþrótt sem er styrkjandi, samhæfir huga og líkama en umfram allt er hún mjög skemmtileg. Allir geta klifrað!

Viltu styrkja félagið?

Til að byggja inniklifuraðstöðuna áfram upp þarf meira fjármagn (öll vinnan er sjálfboðastarf).

Allt hjálpar!

Reikn.nr.: 0133-26-001339

Kt: 661020-1800