Nemendur Lýðskólans á Flateyri hafa þetta haustið komið nokkrum sinnum til að æfa sig í klifuraðstöðunni okkar. Þau taka námskeið í útivist og fjallamennsku og hluti af því er að læra um línuvinnu og að klifra.
Í klifuraðstöðunni er augljóslega gott að æfa klifur en einnig ýmislegt annað. Hér að neðan má finna nokkrar myndir frá því þau voru að æfa það að júmma sig upp línu eins og það er kallað.
Þær Isabelle Price, Erin Johnson og Sigrún Anna Auðardóttir hafa verið með krakkana og kennt þeim ýmsar kúnstir. Við eigum von á nemendum úr Lýðskólanum á vormisserinu einnig og hlökkum við að sjálfsögðu til að sjá þau.
Við viljum halda áfram að bæta aðstöðuna og erum því þakklát öllum þeim sem geta stutt við bakið á félaginu. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-001339 (Kt. 661020-1800).
Til að skrá sig í félagið eða fá frekari upplýsingar skal senda póst á info@klifra.is
Meira um inniklifur
Um Klifurfélag Vestfjarða
Information in English
—
Students from the Flateyri Folk School have come to our climbing facility several times this fall to practice. They are taking courses in outdoor activities and mountaineering, and part of that is learning about rope work and climbing.
The climbing facility is obviously great for practicing climbing, but also a lot of other things. Below you can find some photos from when they were practicing how to jumar up a rope.
Isabelle Price, Erin Johnson and Sigrún Anna Auðardóttir have been with the kids and teaching them various skills. We are expecting students from the Flateyri Folk School in the spring semester as well, and we are of course looking forward to seeing them.
We want to continue to improve the facilities and are therefore grateful to all those who can support the club. You can donate by transferring to this account: 0133-26-001339 (Kt. 661020-1800).
To register as a club member or for more information, please send an email to info@klifra.is
BH



