Klifurfélag Vestfjarða

Framboð til stjórnar

[English below]

Framboð til stjórnar

Við minnum á aðalfundinn sem verður haldinn í gamla skátaheimilinu, þar sem inniklifuraðstaðan er (Mjallargötu 4, Ísafirði), fimmtudaginn 2. maí, klukkan 17:00. Allir velkomnir og hægt að skrá sig í félagið á staðnum.

Hér með er tilkynnt um þá sem bjóða sig fram í stjórn:

Björgvin Hilmarsson býður sig fram til áframhaldandi setu sem formaður. Hjördís Börnsdóttir og Edda María Hagalín bjóða sig fram í stöður meðstjórnenda (ritari og gjaldkeri). Orla Mallon og Vaidas Valentukevicius bjóða sig fram í stöður varamanna.

Ekki hafa fleiri boðið sig fram og verður því sjálfkjörið í þessar stöður.

Fráfarandi meðstjórnendur eru Óliver Hilmarsson og Sigríður Sif Gylfadóttir. Fráfarandi varamenn eru Viðar Kristinsson og Filip Polách.

Við hvetjum alla til að mæta, þó ekki sé nema til að kynnast starfseminni, sýna stuðning og láta jafnvel í ljós skoðun sína varðandi framtíð félagsins.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 

– Stjórn Klifurfélags Vestfjarða

 

Those running for positions on the board

We remind you of the annual meeting that will be held in the old scout house, where the indoor climbing gym is located (Mjallargata 4, Ísafjörður), Thursday the 2nd of May, at 17:00. Everyone is welcome and you can register for the club on site.

The candidates for the board are hereby announced:

Björgvin Hilmarsson is running for the continued session as chairman. Hjördís Björnsdóttir and Edda María Hagalín are running for the positions of co-directors (secretary and treasurer). Orla Mallon and Vaidas Valentukevicius are running for the positions of substitute members of the board.

No other candidates have volunteered, so these positions are self-elected.

The outgoing co-directors are Óliver Hilmarsson and Sigríður Sif Gylfadóttir. The outgoing substitutes are Viðar Kristinsson and Filip Polách.

We encourage everyone to attend, if only to get to know the club‘s activities, show support and even express their opinion regarding the future of the club.

We are looking forward to see as many of you as possible.

 

– The board of the Westfjords Climbing Club.

Share the Post:

Eldri fréttir og pistlar

Aðalfundarboð

Aðalfundarboð [English below]   Klifurfélag Vestfjarða heldur aðalfund sinn, fimmtudaginn 2. maí nk., klukkan 17:00. Fundurinn verður í gamla skátaheimilinu,

Read More

Áframhaldandi opnun

English below Opnir tímar í klifuraðstöðunni verða þessir þar til annað verður tilkynnt. Athugið að frá því sem var í

Read More