Klifurfélag Vestfjarða

Aðalfundarboð

Aðalfundarboð

[English below]

 

Klifurfélag Vestfjarða heldur aðalfund sinn, fimmtudaginn 2. maí nk., klukkan 17:00. Fundurinn verður í gamla skátaheimilinu, Mjallargötu 4 á Ísafirði en þar er einmitt inniklifuraðstaða félagsins.

Allir eru velkomnir á fundinn, ungir sem aldnir. Fólki býðst að ganga í félagið til að styðja við það og njóta þeirra fríðinda sem aðild fylgja.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla formanns.
 3. Lagðir fram skoðaðir reikningar síðasta árs.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kjör formanns.
 6. Kjör meðstjórnenda.
 7. Kjör tveggja varamanna.
 8. Kjör skoðunarmanns og skoðunarmanns til vara
 9. Önnur mál.

 

Gera þarf breytingar á lögum félagsins í samræmi við það að nú er félagið að gerast aðili að HSV og ÍSÍ. Munu þessi uppfærðu lög því verða lögð fram í heild til samþykktar á fundinum. Þau má finna hér.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Fyrir hönd Klifurfélags Vestfjarða,

Björgvin Hilmarsson

 —

Annual meeting

The Westfjords Climbing Club will have it´s annual meeting next Thursday, 2nd of May at 17:00. The meeting will be held in the old scout house, Mjallaragata 4, Ísafjörður where the indoor climbing gym is located.

Everyone is welcome to the meeting, young and old. People will have the opportunity to join the club and that way support it and enjou the benefits that follow.

The schedule of the meeting:

 1. Election of chairperson and secretary.
 2. Chairman’s report.
 3. Last year’s audited accounts submitted.
 4. Law changes.
 5. Election of the chairman.
 6. Election of other board members.
 7. Election of two substitude board members.
 8. Terms of inspector and substitute inspector
 9. Other matters.

 

Changes must be made to the club’s laws in accordance with the fact that it’s now becoming a member of HSV and ÍSÍ. These updated laws will therefore be presented in its entirety for approval at the meeting. They can be found here [Icelandic only].

We look forward to see you.

 

On behalf of Westfjords Climbing Club,

Björgvin Hilmarsson

 

 

Share the Post:

Eldri fréttir og pistlar

Framboð til stjórnar

[English below] Framboð til stjórnar Við minnum á aðalfundinn sem verður haldinn í gamla skátaheimilinu, þar sem inniklifuraðstaðan er (Mjallargötu

Read More

Áframhaldandi opnun

English below Opnir tímar í klifuraðstöðunni verða þessir þar til annað verður tilkynnt. Athugið að frá því sem var í

Read More