Klifurfélag Vestfjarða

Börn af Eyrarskjóli í heimsókn

Síðustu þrjá þriðjudagsmorgna hefur leikskólinn Eyrarskjól komið með litla hópa af börnum í heimsókn. Leikskólinn er með svokallaða áræðnilotu í gangi þar sem kjarkur, kraftur, virkni og frumkvæði eru hugtök sem höfð eru í huga.

Börnin hafa reynt sig við hinar ýmsu leiðir sem eru í boði og skemmt sér vel. Fimleikahringirnir eru svo alltaf vinsælir líka.

Klifur er bætandi á ýmsan hátt. Klifur æfir allan líkamann og bætir samhæfingu. Svo er ‘heilavöðvinn’ mjög mikilvægur en hann fær góða þjálfun einnig.

Klifurfélag Vestfjarða þakkar leikskólanum Eyrarskjóli fyrir heimsóknirnar. Við vonum auðvitað að börnin vilji meira og dragi foreldra sína og vini með sér í meira klifur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af börnunum að klifra

Minnum svo á að klifur er ekki bara fyrir börn, þetta er sport fyrir alla aldurshópa. Enn er ekkert rukkað fyrir klifrið en frjáls framlög eru vel þegin og verða nýtt til að byggja aðstöðuna áfram upp. Þeir sem geta látið eitthvað af hendi rakna, geta lagt inn á reikn. 0133-26-001339 (Kt. 661020-1800). Takk kærlega.

Share the Post:

Eldri fréttir og pistlar

Framboð til stjórnar

[English below] Framboð til stjórnar Við minnum á aðalfundinn sem verður haldinn í gamla skátaheimilinu, þar sem inniklifuraðstaðan er (Mjallargötu

Read More

Aðalfundarboð

Aðalfundarboð [English below]   Klifurfélag Vestfjarða heldur aðalfund sinn, fimmtudaginn 2. maí nk., klukkan 17:00. Fundurinn verður í gamla skátaheimilinu,

Read More

Áframhaldandi opnun

English below Opnir tímar í klifuraðstöðunni verða þessir þar til annað verður tilkynnt. Athugið að frá því sem var í

Read More