Klifurfélag Vestfjarða

Inniklifur

Líklega er klifur innanhúss, í manngerðum veggjum, fjölmennasta grein klifurs í heiminum í dag.

Sett hefur verið upp inniklifuraðstaða á Ísafirði, í gamla skátaheimilinu Mjallargötu.

Það er vinsælt að halda  barnaafmæli í inniklifuraðstöðunni á Ísafirði. Nánari upplýsingar um það má finna hér rétt neðar.

Inniklifuraðstaðan á Ísafirði

Inniklifuraðstaðan á Ísafirði er í gamla skátaheimilinu, Mjallargötu 4. Reglulegir opnunartímar eru á veturna og fólki býðst að halda þar barnaafmæli (sjá nánar um það hér neðar).

Aðstaðan er ekki ýkja stór en vel nýtt og hún skartar eina LED stýrða Moon-klifurvegg landins. Hér má finna myndband sem sýnir hvernig svona veggir virka.

Síðustu tvö sumur hefur Klifurfélag Vestfjarða séð um klifurnámskeið í samstarfi við HSV. Þau voru vel sótt og þóttu takast vel.

Yfir veturinn býðst nemendum í 3. og 4. bekk að skrá sig á klifurnámskeið og er það hluti af dagskrá íþróttaskólans.

Ýmsir nýta sér aðstöðuna, svo sem nemar í Háskólasetri Vestfjarða, nemendur í framhaldsskólanum, meðlimir björgunarsveitanna á svæðinu, ýmsir félagahópar og almenningur á ýmsum aldri.

Viltu halda krakkaklifurafmæli?

Hér á Ísafirði eru ekki margir staðir sem henta til þess að halda gott barnaafmæli, íþróttasalurinn þó alltaf vinsæll. En er ekki kominn tími til að prófa eitthvað nýtt?

Í gamla skátaheimilinu þar sem inniklifuraðstaðan er hafa verið haldin barnaafmæli. Þar er góð aðstaða til að sitja og borða kökur, pizzur eða hvað sem er annað, nóg af sófum og borðum.

Börnunum finnst mjög gaman að leika sér í klifuraðstöðunni. Fyrir utan að klifra er hægt að fara í allskyns leiki, jafnvel hengja upp pinjötur. Í skátaheimilinu er einnig lítið, kósý og mjög skemmtilegt bíóherbergi með skjávarpa og stóru tjaldi. Auðvelt er að tengja fartölvu við skjávarpann.

Þegar haldin eru afmæli þá er alltaf leiðbeinandi frá Klifurfélagi Vestfjarða sem sér um að leiðbeina börnunum þegar kemur að klifrinu og öðru sem nýtir þá aðstöðu. Þó þarf alltaf forráðamaður afmælisbarns að vera til staðar og sjá um annað en það sem beint tengist klifrinu.

Eitthvað er til af klifurskóm sem má fá að láni en einnig er í lagi að klifra á hreinum inniíþróttaskóm. En gott er þó að þeir séu ekki of stórir né of mjúkir. Mælum ekki með að klifrað sé án þess að vera í skóm.

Hámarksfjöldi barna í barnaafmæli í þessari aðstöðu er 20.

Að halda barnaafmæli í skátaheimilinu (tveir klukkutímar), kostar 30 þúsund en inni í því er leiðbeinandi frá Klifurfélagi Vestfjarða og ýmis búnaður sem tengist klifrinu, einnig þrif eftir afmælið.

Til að sækja um að fá að halda barnafæmæli í skátaheimilinu og athuga með hvenær er laust, eða bara fá nánari upplýsingar, vinsamlegast sendið póst á info@klifra.is 

Hvar er klifuraðstaðan?

Inniklifur annars staðar á landinu

Í dag eru allnokkur klifurhús á landinu sem bjóða upp á klifur í manngerðum veggjum innanhúss. Flest eru með lágum veggjum þar sem klifrari er ekki í línu en önnur bjóða upp á hærri veggur og línuklifur.