Klifurfélag Vestfjarða

Námskeið fyrir 3. og 4. bekk Grunnskólans á Ísafirði

Nú standa yfir klifurnámskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk Grunnskólans á Ísafirði. Á námskeiðinu kynnast börnin klifrinu og hafa komist að því að það er mjög skemmtilegt og góð hreyfing. Orkuboltar fá mikla útrás og það reynir á nýja og óvænta þætti, líkamlega sem andlega.

Námskeiðin fara fram í gamla skátaheimilinu að Mjallargötu 4, þar sem Klifurfélag Vestfjarða er að byggja upp aðstöðu. Námskeiðin eru samstarfsverkefni klifurfélagsins og HSV.

Stefnt er á að halda fleiri námskeið því áhuginn er mikill. Nokkur dæmi eru um að börn sem ekki hafa fundið sig í hefðbundnum hópíþróttum, sýni mikinn áhuga á klifrinu. Það gleður mjög, gaman að geta boðið upp á nýjan valkost.

Vissir þú að inniklifur er nú Ólympíuíþrótt?

Hér að neðan má sjá myndir af stelpuhópnum að klifra og leysa þrautir.

 

Meira um inniklifur

Um Klifurfélag Vestfjarða

Viltu styrkja félagið? Hægt er að senda póst á info@klifra.is og finna reikningsupplýsingar á forsíðu.

Share the Post:

Eldri fréttir og pistlar