Klifurfélag Vestfjarða

Að tilefni íþróttaviku Evrópu verður Klifurfélag Vestfjarða með opið hús í inniklifuraðstöðunni að Mjallargötu 4, dagana 28. og 29. september nk., milli klukkan 15 og 18.

Á þessum tíma eru allir velkomnir að kíkja við og prófa að klifra eða bara skoða aðstöðuna og forvitnast. Það verða leiðbeinendur á staðnum. Eitthvað er til af klifurskóm sem hægt er að fá lánaða, en einnig má koma með hreina inniíþróttaskó til að klifra í. Gott ef þeir eru ekki mjög mjúkir.

Inniklifuraðstaðan er enn í uppbyggingu og mun verða farið í næsta skref mjög bráðlega. Meðan á því stendur verður minna hægt að nýta aðstöðuna og því tilvalið að kíkja við þarna í lok september á opnu dögunum og sjá hvað þegar er komið. Svo eftir smá hlé mun verða boðið upp á opna tíma reglulega.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Share the Post:

Eldri fréttir og pistlar

Framboð til stjórnar

[English below] Framboð til stjórnar Við minnum á aðalfundinn sem verður haldinn í gamla skátaheimilinu, þar sem inniklifuraðstaðan er (Mjallargötu

Read More

Aðalfundarboð

Aðalfundarboð [English below]   Klifurfélag Vestfjarða heldur aðalfund sinn, fimmtudaginn 2. maí nk., klukkan 17:00. Fundurinn verður í gamla skátaheimilinu,

Read More

Áframhaldandi opnun

English below Opnir tímar í klifuraðstöðunni verða þessir þar til annað verður tilkynnt. Athugið að frá því sem var í

Read More